Fá aðstoð

Vantar þig aðstoð? Heimsæktu Aðstoðargáttina til að sjá svör við algengum spurningum varðandi hvernig eigi að tengjast við Tor, komast framhjá ritskoðun, nota onion-þjónustur og margt fleira.

Spjallaðu við okkur á OFTC IRC

#tor - Spurðu spurninga um notkun Tor.

#tor-dev - Spjallaðu um kóða og samskiptastaðla Tor. Allar hugmyndir velkomnar.

#tor-l10n - Settu þig í samband við aðra þýðendur

#tor-meeting - Skoðaðu eða fylgstu með opinberlega skrásettum fundum.

#tor-project - Ræddu um efni tengd skipulagi og samfélaginu: fundir og útbreiðsla.

#tor-relays - Spjallaðu um rekstur á Tor-endurvarpa.

#tor-south - Talaðu við þáttakendur í Tor-samfélaginu í þróunarlöndunum.

#tor-www - Talaðu við okkur um endurbætur á vefsvæðum okkar.

#tor-ux - Ræddu hugmyndir varðandi notendaviðmót og virkni (UX).

Gakktu í hópinn

Finndu okkur á samfélagsmiðlum

Bjódu fram krafta þína við Tor

Teymin okkar vinna saman á opnum samskiptamiðlum eins og t.d. póstlistum; þér er velkomið að taka þátt í umræðunum. Ef þú hefur spurningu til einhvers ákveðins teymis sem ekki kemur fram á aðstoðargáttinni okkar, geturðu spurt hennar á viðkomandi póstlista. Þér er líka velkomið að skrá þig og bara fylgjast með :)

Tilkynntu um villu eða gefðu umsögn.

Tor reiðir sig á stuðning notenda og sjálfboðaliða víðsvegar um heiminn við að bæta hugbúnaðinn og allt það sem styður hann, þannig að svörun frá þér getur haft umtalsvert gildi fyrir okkur (og alla notendur Tor).

Segðu okkur frá skemmdum endurvörpum.

Ef þú finnur endurvarpa sem þú heldur að sé í vafasömum tilgangi, sé rangt stilltur, eða bilaður á einhvern hátt, þá ættirðu að skoða wiki-vefinn okkar og bloggfærslur um hvernig best sé að tilkynna um slíkt.

Tilkynntu um öryggisvandamál.

Ef þú hefur fundið öryggisvandamál í einhverju verkefnanna okkar eða stoðkerfunum, skaltu endilega senda tölvupóst á tor-security@lists.torproject.org. Ef þú hefur fundið öryggisvandamál í Tor eða Tor-vafranum, þá máttu alveg senda það inn í villuveiðiverðlaunasamkeppnina (bug bounty program) okkar. Ef þú vilt dulrita póstinn þinn, geturðu nálgast GPG-dreifilykil póstlistans með því að hafa samband við tor-security-sendkey@lists.torproject.org eða fengið hann af pool.sks-keyservers.net. Hér er fingrafarið:

gpg --fingerprint tor-security@lists.torproject.org
pub 4096R/1A7BF184 2017-03-13
Key fingerprint = 8B90 4624 C5A2 8654 E453 9BC2 E135 A8B4 1A7B F184
uid tor-security@lists.torproject.org
uid tor-security@lists.torproject.org
uid tor-security@lists.torproject.org
sub 4096R/C00942E4 2017-03-13

Sendu okkur tölvupóst

Fyrir spurningar og athugasemdir varðandi Tor-sjálfseignarstofnunina: spurningar varðandi notkun vörumerkja, aðild að samtökunum og samstarf, fyrirspurnir um tengiliði o.s.frv, sendu tölvupóst á frontdesk@rt.torproject.org. Fyrir spurningar tengdar fjárframlögum, hafðu samband við giving@torproject.org.

Sendu okkur póst

The Tor Project
PO Box 5
Winchester, NH 03470
USA